Mynd sem leynir á sér Egill Helgason skrifar 15. febrúar 2005 00:01 Regnboginn: Sideways Skásta orðið til að lýsa kvikmyndinni Sideways er að hún sé lúmsk. Hún leynir á sér. Í fyrstu er þetta dálítið eins og leiðinlegur sjónvarpsþáttur, líkt og enn einn skammturinn af forty something, en svo fer myndin smátt og smátt að vaxa og í lokin fattar maður að hún er býsna umhugsunarverð. Sideways fjallar um frekar hversdagsleg ævintýri tveggja vina sem eru að verða miðaldra við vegarkantinn í vínræktarhéruðum Kaliforníu - fegurð þessa svæðis er góður bakgrunnur fyrir myndina. Þeir kynnast kvenfólki, drekka sig fulla, rífast. Annar er kvennabósi og hálfgerður drullusokkur, án þess þó að vera beinlínis vondur, hinn er taugahrúga og kann ekki að umgangast konur. Það er mikið talað í þessari mynd - mest um vín. Manni verður hugsað til enska hugtaksins "vintage bore" - sem er notað um snobbara sem eru sífellt að tala um árgangsvín. Mikið af talinu er fremur til að fela tilfinningar en að láta þær uppi. Merkingin er undir yfirborðinu - þetta er nefnilega mynd fyrir fullorðið fólk ólíkt flestum amerískum myndum sem koma hingað í kvikmyndahús. Þetta er býsna ísmeygileg kvikmynd. Hún er í raunsæisstíl, stundum minna persónurnar dálítið á hamstra sem hlaupa í búri. Því þótt þetta sé mestanpart kómedía fjallar hún um persónur sem eru svolítið brjóstumkennanlegar, komast ekki undan þráhyggjum sínum. Líkt og vínsullið sem er sífellt verið að ræða, þá gerjast myndin og batnar þangað til allt rennur saman í góða heild í endann. Farið og sjáið hana. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Regnboginn: Sideways Skásta orðið til að lýsa kvikmyndinni Sideways er að hún sé lúmsk. Hún leynir á sér. Í fyrstu er þetta dálítið eins og leiðinlegur sjónvarpsþáttur, líkt og enn einn skammturinn af forty something, en svo fer myndin smátt og smátt að vaxa og í lokin fattar maður að hún er býsna umhugsunarverð. Sideways fjallar um frekar hversdagsleg ævintýri tveggja vina sem eru að verða miðaldra við vegarkantinn í vínræktarhéruðum Kaliforníu - fegurð þessa svæðis er góður bakgrunnur fyrir myndina. Þeir kynnast kvenfólki, drekka sig fulla, rífast. Annar er kvennabósi og hálfgerður drullusokkur, án þess þó að vera beinlínis vondur, hinn er taugahrúga og kann ekki að umgangast konur. Það er mikið talað í þessari mynd - mest um vín. Manni verður hugsað til enska hugtaksins "vintage bore" - sem er notað um snobbara sem eru sífellt að tala um árgangsvín. Mikið af talinu er fremur til að fela tilfinningar en að láta þær uppi. Merkingin er undir yfirborðinu - þetta er nefnilega mynd fyrir fullorðið fólk ólíkt flestum amerískum myndum sem koma hingað í kvikmyndahús. Þetta er býsna ísmeygileg kvikmynd. Hún er í raunsæisstíl, stundum minna persónurnar dálítið á hamstra sem hlaupa í búri. Því þótt þetta sé mestanpart kómedía fjallar hún um persónur sem eru svolítið brjóstumkennanlegar, komast ekki undan þráhyggjum sínum. Líkt og vínsullið sem er sífellt verið að ræða, þá gerjast myndin og batnar þangað til allt rennur saman í góða heild í endann. Farið og sjáið hana.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp Tíska og hönnun Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira