Erlent

Rafik Hariri ráðinn af dögum

Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, beið bana í öflugri sprengjuárás í Beirút í gær. Níu manns dóu í sprengingunni í gær auk Hariri og hundrað særðust. Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér en talið er að hún tengist andstöðu Hariri við afskiptum Sýrlendinga af málefnum Líbanons. Bílalest Hariri var á ferð um Beirút í gærmorgun þegar sprengingin varð. Í það minnsta níu manns létust og hundrað særðust, þar á meðal fyrrverandi efnahagsmálaráðherra landsins. Hariri gegndi forsætisráðherraembættinu drjúgan hluta tíunda áratugarins og átti mikinn þátt í að endurreisa landið eftir borgarastyrjöld sem stóð í tæp tuttugu ár. Síðastliðið haust sagði hann af sér embætti vegna deilna um afskipti Sýrlendinga af stjórn Líbanons en friðurinn í landinu er í raun í skjóli sýrlenskrar hersetu. Mikil spenna er í landinu af þessum sökum og óttast stjórnmálaskýrendur að morðið á Hariri leiði af sér frekari ólgu og átök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×