Erlent

Fjallgöngumenn drepnir í Nepal

Að minnsta kosti tveir létust og fimmtán særðust þegar sprengjuárás var gerð á rútu í Nepal í dag. Tveir hinna særðu eru Rússar, að öllum líkindum fjallgöngumenn því þeir voru á leið að búðum við rætur Mount Everest. Að sögn hermanna sem fóru á vettvang er rútan rústir einar eftir sprenginguna en sprengjan var falin í vegkantinum. Hinir særðu voru allir fluttir á sjúkrahús með þyrlu og sumum vart hugað líf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×