Erlent

Fini dregur skýringarnar í efa

Gianfranco Fini, utanríkisráðherra Ítalíu, dregur í efa skýringar bandarískra yfirvalda um tildrög skotárásarinnar á bíl blaðakonunnar Giuliana Sgrena sem endaði með dauða ítalsks leyniþjónustumanns. Hann sagði á ítalska þinginu í gær að bifreiðinni hefði verið ekið á hæfilegum hraða og bandarískir hermenn hefðu ekki skipað ökumanninum að stoppa. Fini krafðist þess að þeir sem skutu á bílinn yrðu dregnir til ábyrgðar fyrir manndrápið. Fini vísaði hins vegar á bug ásökunum blaðakonunnar um að skotárásin hefði verið viljaverk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×