Viðskipti innlent

Hagræða í flugrekstri

„Samsetningu flugflotans verður breytt og vélum fækkað. Þetta mun skila sér í einfaldari, markvissari og hagkvæmari flugrekstri,“ bætir forstjórinn við. Þetta sé mögulegt nú þegar sjö mánaða sameiningarferli Íslandsflugs og Air Atlanta Icelandic er lokið. Fjórum Boeing 737-300/400 leiguflugvélum verður skilað til eigenda fyrir árslok og aðrar þrjár vélar í eigu félagsins seldar fyrir haustið 2006. Í stað þeirra véla sem eru í flugi fyrir Excel Airways í Bretlandi, sem er í eigu Avion Group, koma nýjar Boeing 737-800-vélar. Þá verður eldri 747-200-farþegavélum skipt út á næstu níu mánuðum fyrir nýrri, sem þykja hagkvæmari í rekstri. Niðurstaðan verður umfangsminni flugfloti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×