Viðskipti innlent

Óheppileg umræða

Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans segir umræðu um íslenska bankakerfið óheppilega, en sem betur fer hafi Royal Bank of Scotland leiðrétt fullyrðingar sínar.
Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans segir umræðu um íslenska bankakerfið óheppilega, en sem betur fer hafi Royal Bank of Scotland leiðrétt fullyrðingar sínar.

"Það er mjög óheppilegt að þetta skuli hafa gerst, en sem betur fer er Royal Bank of Scotland búinn að leiðrétta þetta," segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Hann segir að í nýrri skýrslu bankans hafi flest verið dregið til baka, enda um að ræða orð­róm og sögusagnir sem hafi komið á óvart að rötuðu inn í svona skýrslu.

"Það er alveg klárt að þegar svona hefur gerst þá getur tekið tíma fyrir það að jafna sig. Þá gildir einu hvort það á sér stoð í raunveruleikanum eða ekki." Sigurjón segist vona að áhrifin vari ekki lengi. "Það sem skiptir mestu máli er að þeir sem skoða bankana ofan í kjölin og með skipulegum hætti sem eru matsfyrirtækin hafa ekki verið að breyta áliti sínu nema þá frekar til batnaðar." Sigurjón segir að oft sé óróleiki á markaðnum rétt fyrir áramót, þá séu sjóðir að stilla sig og tímasetning þessarar umræðu því óheppileg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×