Viðskipti innlent

Kaupin á Norse frágengin

Íslandsbanki 
Hefur fest kaup á norska verðbréfafyrirtækiniu Norse Securities.
Íslandsbanki Hefur fest kaup á norska verðbréfafyrirtækiniu Norse Securities.

Íslandsbanki hefur fest kaup á öllum hlutabréfum í norska verðbréfafyrirtækinu Norse Securities ASA eins og greint var frá í Markaðinum á miðvikudag.

Íslandsbanki skilgreinir Noreg sem heimamarkað fyrirtækisins og hefur bankinn þegar keypt bankana Kredittbanken og BN­bank. Forsvarsmenn Íslands­banka segja að kaupin á Norse séu liður í uppbyggingu bankans í Noregi.

Norska blaðið Dagens Ny­heter segir að fleiri hafi verið áhugasamir um Norse og þannig hafi Bank2 reynt að sölsa félagið til sín auk annarra norskra fjárfesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×