Erlent

Fá að skrá sig á kjördag

Kjósendur í tveimur órólegustu héruðum Íraks fá að skrá sig á kjörskrá á kjördag, 30. janúar. Þessi ákvörðun kjörstjórnarinnar á að gefa kjósendum í Anbar og Ninevah aukin tækifæri á að taka þátt þrátt fyrir ótta um árásir á kjörstaði og gegn undirbúningi kosninganna. Waeil Abdel-Latif, ráðherra í bráðabirgðastjórninni, hét því að stjórnin myndi veita viðunandi öryggi á kjördag þrátt fyrir að ástandið væri tvísýnt sums staðar. Hann sagði að íraskar öryggissveitir myndu sjá um öryggisgæslu á kjördag en að erlendar hersveitir væru reiðubúnar að veita aðstöð ef þörf krefði. Eitt af því sem stjórnvöld ætla að gera til að tryggja öryggi er að takmarka bílaumferð. Þá verða settir upp vegatálmar nálægt kjörstöðum svo ekki sé hægt að keyra bílum, hlöðnum sprengiefnum, upp að þeim. Uppi eru hugmyndir um að banna alla notkun einkabíla í þrjá daga, á kjördag og dagana fyrir og eftir hann. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Fjórtán milljónir manna í Írak hafa kosningarétt og 1,2 milljónir Íraka í útlöndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×