Erlent

Hitler vildi ræna páfanum

Adolf Hitler skipaði einum herforingja sinna að ræna þáverandi páfa, Píusi sjöunda, á tímum Síðari heimsstyrjaldarinnar. Herforinginn hlýddi hins vegar ekki skipuninni heldur fór þess í stað á fund páfa, klæddur borgaralegum klæðnaði, og varaði hann við ætlun einræðisherrans. Stærsta kaþólska dagblað Ítalíu greinir frá þessu í heilsíðufrétt í dag. Sögusagnir hafa lengi verið uppi um að Hitler hafi viljað ræna páfanum meðan á hersetu Þjóðverja á Ítalíu stóð en dagblaðið ítalska kveðst nýverið hafa komist yfir skjöl úr fórum þýska hersins sem staðfesti þetta með óyggjandi hætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×