Sport

Valsstúlkur unnu Blika

Víkingur og Þór gerðu 2-2 jafntefli í deildabikar karla í knattspyrnu í gær. Valur, Breiðablik og ÍA hafa tryggt sér keppnisrétt í 8-liða úrslitum. Þór er sem stendur í 4. sætinu með 8 stig en ÍBV og Fylkir eru með 7 stig og eiga leik til góða. ÍBV á eftir að keppa við Grindavík og Fylkir við ÍA. Í hinum riðlinum liggja úrslitin fyrir; KR, Þróttur, FH og Keflavík urðu í fjórum fyrstu sætunum og eru komin í 8-liða úrslit. Í deildabikar kvenna sigraði Valur Breiðablik með tveimur mörkum gegn einu. Valur hefur unnið alla fjóra leikina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×