Sport

Lonard sigraði á Heritage-mótinu

Ástralinn Peter Lonard sigraði á Heritage-mótinu í golfi sem lauk á Hilton Head í Suður-Karólínu í gær. Þrátt fyrir að hafa leikið á fjórum höggum yfir pari í gær dugði það honum til sigurs. Lonard lék samtals á sjö höggum undir pari. Fjórir kylfingar urðu jafnir í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Lonard, Bandaríkjamennirnir Billy Andrade, Davis Love III og Jim Furyk, og Norður-Írinn Darren Clarke. Sigurinn í gær var fyrsti sigur Peter Lonards í PGA-mótaröðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×