Sport

Ólafur Þórðarson semur við ÍA

Ólafur Þórðarson hefur undirritað nýjan samning við ÍA um að þjálfa lið Skagamanna til ársins 2008 og Þórður Þórðarson verður aðstoðarmaður hans og markvarðaþjálfari í sama tíma. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í KB Banka nú rétt áðan, en auk þessa gerði félagið samning við tíu unga leikmenn um að leika með liðinu áfram, þar á meðal Andra Júlíusson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Finnboga Llorens og Kristinn Darra Röðulsson. Þá hefur Reynir Leósson gert tveggja ára samning við félagið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×