Erlent

Gagnrýna lífstíðardóma ungmenna

Að minnsta kosti 2.225 ungmenni, sem brutu af sér á barns- eða unglingsaldri, afplána nú lífstíðarfangelsisdóma í bandarískum fangelsum, án möguleika á skilorði. Í öðrum löndum heims sitja samtals tólf ungmenni inni sem afplána svo þunga dóma. Á þessu vekja mannréttindasamtökin Amnesty International og Human Rights Watch athygli í nýrri skýrslu, en þau saka bandarísk yfirvöld um að brjóta með þessu gegn alþjóðarétti. Í skýrslunni segir að nú sé það þrisvar sinnum algengara en fyrir 15 árum að svo þungir dómar séu felldir af bandarískum dómstólum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×