Viðskipti innlent

Breytt fjárhagsár hjá SÍF

Árstíðarbundinn rekstur er ein helsta ástæða þess að fjárhagsári SÍF var breytt að sögn Jakobs Sigurðssonar, forstjóra SÍF. Jakob segir rekstur félagsins vera mjög árstíðarbundinn en langstærsti hluti sölu og afkomu myndist á tímabilinu október til desember. Félagið var áður með fjárhagsár í samræmi við almanaksár en það þýddi að áætlanir voru gerðar fram í tímann áður en eignleg afkoma lá fyrir. Fjárhagsárinu hefur því verið breytt og er nú frá 1. júlí til 30. júní. Jakob segir breytinguna vera gerða til þess að hægt sé að gefa sem besta mynd af rekstrinum með áætlun og afkomu í huga. Áætlanir voru áður gerðar á tímabilinu september til október eða um svipað leiti og verið var að undirbúa annamesta sölutímabil ársins. Aðalfundur SÍF var haldin á Nordica Hotel í gær en þar var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir nýliðið starfsár samþykktir. Vegna breytinga á fjárhagsári voru aðeins gerðir upp fyrstu sex mánuðir ársins eða frá 1. janúar til 30. júní síðastliðinn. Næsti aðalfundur SÍF verður haldinn í september á næsta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×