Viðskipti innlent

Hagnaður hjá SÍF

Afkoma SÍF var undir væntingum á nýliðnu rekstrarári. Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 2,8 milljónum Evra. Þetta kom fram á aðalfundur SÍF sem var haldinn á Nordica Hotel í gær. Hagnað félagsins má rekja til mikilla og ófyrirséðra verðhækkana á hráefni en Evrópusambandið setti refsitolla á innfluttan lax frá Noregi, á síðari fjórðungi fjárhagsársins. Refsitollarnir höfðu mikil áhrif á afkomuna þrátt fyrir að Evrópusambandið hafi afnumið refsitollana í sumar. Áhrifa verðhækkananna mun enn gæta á 1. ársfjórðungi yfirstandandi fjárhagsárs. Á aðalfundinum var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir nýliðið starfsár samþykktir. Starfsárið er fyrstu sex mánuðir ársins eða frá 1. janúar til 30. júní síðastliðinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×