Viðskipti innlent

Bílanaust fjárfestir í Bretlandi

Bílanaust hefur keypt hlut í þremur fyrirtækjum í Bretlandi. Samanlögð velta fyrirtækjanna er rúmlega 1,2 milljarðar króna og eru fyrirtækin í dreifingu á iðnaðarvörum af ýmsu tagi, til dæmis öryggisvörum, hreinlætisvörum, efnavörum, festingavörum og verkfærum. Félögin verða sameinuð undir einni yfirstjórn með höfuðstöðvar í Northampton og rekin undir nafninu AT Toolcentre Limited. Bílanaust hefur þegar tekið við rekstri tveggja fyrirtækja og fær það þriðja afhent nú í lok vikunnar. Bílanaust stefnir að því að kaupa enn fleiri fyrirtæki í Bretlandi. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×