Viðskipti innlent

Búist við hækkun stýrivaxta

Seðlabankinn mun tilkynna um hækkun stýrivaxta í dag og telja fjármálasérfræðingar almennt að hún verði um hálft prósentustig. Þar með hefði hún hækkað um fjögur og hálft prósentustig frá því snemma í fyrra en þessi hækkun hefur meðal annars stuðlað að styrkingu krónunnar. Þótt sú styrking hafi slæm áhrif á útflutningsgreinarnar er henni aftur á móti ætlað að slá á verðbólguna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×