Innlent

Samið við skattaparadísir

Fjármálaráðuneytið hefur ákveðið að hefja samningaviðræður nokkrar "skattaparadísir" um gagnkvæm upplýsingaskipti. Hefja á viðræður við þrjár þeirra á næstu misserum en frumkvæðið að viðræðunum er frá þeim komið. "Samningarnir snúa fyrst og fremst að upplýsingum um tekjur og eignir sem fara í gegnum fjármálastofnanir á þessum svæðum og íslensk skattayfirvöld telja að geti verið skattskyld hér á landi," segir Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Fjármálaráðuneytinu. Hún segir flestar skattaparadísir hafa skuldbundið sig gagnvart OECD til þess að auka gagnsæi skattkerfa sinna og helmingur OECD-ríkja hafi byrjað samningaviðræður af þessu tagi. Bandaríkin hafa nú þegar samið við þrettán paradísi. Samningsfyrirmynd OECD verður lögð til grundvallar í viðræðunum, en auk upplýsingaskiptanna eru einnig ákvæði í því sem tryggja eiga að stjórnvöld fari með upplýsingar sem trúnaðarupplýsingar og einnig er heimilt í ákveðnum tilvikum að neita samningsríki um upplýsingar sem geta skaðað viðskiptahagsmuni skattgreiðanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×