Viðskipti innlent

Róbert Melax stýrir Degi Group

Ákveðið hefur verið að Róbert Melax, stjórnarformaður og aðaleigandi Dags Group, taki við forstjórastarfi hjá félaginu en hann leysir af hólmi Sverri Berg Steinarsson sem starfað hefur sem forstjóri félagsins síðastliðið ár. Sverrir hefur undanfarið unnið að fjárfestingarverkefnum erlendis og mun hann á næstunni beina kröftum sínum að þeim verkefnum ásamt því að taka sæti í stjórn félagsins, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Sverrir tekur sæti í stjórn félagsins og er eigandi í því eftir sem áður. Sindri Sindrason tekur við af Róberti sem stjórnarformaður. Dagur Group er félag á sviði afþreyingar og rekur m.a. verslanir BT og Skífunnar ásamt Senu sem er stærsta afþreyingarfyrirtæki landsins. Hjá Degi Group starfa um 300 manns og er áætluð velta á þessu ári um 5 milljarðar króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×