Viðskipti innlent

Kauphöllin hafnar samruna

Kauphöll Íslands. Ætlar ekki að hefja samrunaviðræður við OMX-kauphallirnar.
Kauphöll Íslands. Ætlar ekki að hefja samrunaviðræður við OMX-kauphallirnar.

Kauphöll Íslands ætlar ekki að hefja samrunaviðræður við norrænu OMX kauphallirnar. OMX leitaði hófanna eftir samruna Kauphallarinnar við samstæðuna með sama hætti og þegar danska kauphöllin gekk inn í samstarfið.

"Það var niðurstaða stjórnar þegar allt var dregið saman að þá væru ekki rök fyrir sameiningu á þessari stundu. En allt er breytingum undirorpið. Stjórnin er tilbúin að endurskoða þessi mál ef hlutirnir breytast." segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar en ráðgjafafyrirtækið Boston Consulting Group var fengið til að meta kosti og galla sameingar.

Þórður segir að tvennt hafi skipt mestu máli: Annars vegar hugsanlegur ávinningur af hagræðingu og sýnileika íslenskra fyrirtækja á Norðurlöndum. Þetta var talinn meginkostur fyrir samruna. Hins vegar hefði sveigjanleiki Kauphallarinnar minnkað. Öll stefnumótun hefði tekið meira mið af heildinni en ekki innlendum aðstæðum og það vó þyngra á metunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×