Viðskipti innlent

Sterk króna setur mark sitt á afkomuna hjá HB Granda

Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda.  Mikill gengishagnaður af erlendum lánum hafði mikil áhrif á rekstur félagsins á þriðja ársfjórðungi.
Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda. Mikill gengishagnaður af erlendum lánum hafði mikil áhrif á rekstur félagsins á þriðja ársfjórðungi.

HB Grandi hagnaðist um 585 milljónir á þriðja ársfjórðungi en samanlagður hagnaður ársins nam um 934 milljónum króna. Þetta er mikil aukning á milli ára því hagnaður félagsins var aðeins 78 milljónir á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Uppgjörið var í samræmi við væntingar mark­aðarins.

Styrking krónunnar að undanförnu hefur mjög jákvæð áhrif á uppgjör félagsins en fjármagnsliðir eru jákvæðir um 719 milljónir króna á þriðja árshluta. Rekstur félagsins markast annars af mikilli varnarbaráttu á mörgum stöðum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 297 milljónir króna sem er einungis tólf prósent af rekstrartekjum.

Hlutfallið á árinu hefur verið átján prósent og skýrist þessi lækkun á þriðja ársfjórðungi einkum af háum olíukostnaði útgerðar og erfiðum rekstri vegna sterkrar krónu. Þá hafa veiðar á úthafskarfa og grálúðu gengið illa en afurðaverð hefur þó haldist hátt. Rekstrartekjur námu um 2,5 milljörðum króna á fjórðungnum, sem er um tólf prósenta vöxtur á milli ára. Því þakka stjórnendur Granda veiðum fjölveiðiskipsins Engeyjar og þeim skipum sem runnu inn í félagið við samruna Tanga og Svans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×