Sport

Man Utd í úrslitaleikinn

Manchester United mætir Arsenal í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en það varð ljóst í dag eftir stórsigur á Newcastle í undanúrslitaleik í Cardiff, 4-1. Ruud van Nistelrooy skoraði tvö af mörkum Man Utd en Paul Scholes og Christiano Ronaldo eitt hver en Ronaldo lagði auk þess upp tvö mörk. Shola Ameobi skoraði mark Newcastle þegar hann náði að minnka muninn í 3-1. Staðan í hálfleik var 2-0.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×