Sport

Ragnar og Þorbjörg aftur meistarar

Ragnar Ingi Sigurðsson úr FH varð Norðurlandameistari í skylmingum með höggsverði í gær, annað árið í röð. Ragnar sigraði Svíann Erik Wigren 15:5 í úrslitum. Þorbjörg Ágústsdóttir úr Skylmingafélagi Reykjavíkur varð einnig Norðurlandameistarai annað árið í röð en hún sigraði finnska stúlku í úrslitum 15:10. Ingibjörg Laufey Guðlaugsdóttir úr Skylmingafélagi Reykjavíkur varð Norðurlandameistari 17 ára og yngri en hún sigraði Sigrúnu Guðjónsdóttur úr FH í úrslitum 15:2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×