Sport

Garcia jafnaði fyrir Liverpool

Luis Garcia hefur jafnað metin fyrir Liverpool gegn Tottenham þar sem staðan er orðin 1-1 í ensku úrvaldeildinni í knattspyrnu. Svíinn Erik Edman kom Tottenham yfir á 12. mínútu með einu fallegasta marki tímabilsins. Kominn er hálfleikur í þeim 5 leikjum sem nú eru á dagskrá í deildinni. Staðan hjá Charlton og Bolton er 1-1 þar sem Hermann Hrieðarsson er í byrjunarliði heimamanna, Crystal Palace-Norwich er 1-1, Man City er yfir gegn Fulham á útivelli, 0-1 með marki Claudio Reyna og Southamptin er 2-0 yfir gegn Aston Villa með mörkum Kevin Phillips og Peter Crouch.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×