Sport

Wenger ósáttur við Blackburn

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal er ánægður með að vera kominn í úrlistaleik ensku bikarkeppninnar en er langt frá því að vera sáttur við það hvernig leikmenn Blackburn fengu að komast upp með grófan leik í leik liðanna í undanúrslitunum fyrr í dag. "Ég er ekki reiður út í dómarann en leikmenn Blackburn reyndu á stundum að stöðva leik okkar hvað sem það kostaði." sagði Wenger við BBC Radio Five Live" Þeir reyndu að koma í veg fyrir að mínir menn spiluðu fótbolta í seinni hálfleik en eftir að þeir fóru að fá gul spjöld fór þetta batnandi. Fyrir svo ungt lið er það merkilegt að leikmenn héldu taugum í svona ruddaleik" sagði Wenger eftir 3-0 sigur sinna manna í Cardiff í dag. Arsenal mætir annað hvort Man Utd eða Newcastle í úrslitaleik keppninnar en þau mætast á morgun sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×