Er verið að kjafta verðið upp? Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2005 00:01 Í síðustu viku ásökuðu tveir þingmenn, þeir Ögmundur Jónasson og Hjálmar Árnason, bankana um að reyna að ganga af Íbúðalánasjóði dauðum. Bankarnir eru nú komnir í samkeppni við Íbúðalánasjóð um fasteignalán og hafa stóraukið hlutdeild sína undanfarið hálft ár. Vegna þessa kom til gríðarlegra uppgreiðslna á lánum Íbúðalánasjóðs. Þar sem sjóðurinn sjálfur tók lán fyrir þessum lánum sem hann svo endurlánaði til almennings, og greiðir þau lán ekki fyrr en eftir einhverja áratugi hafa sumir áhyggjur yfir því að Íbúðalánasjóður gæti í framtíðinni átt í greiðsluerfiðleikum sem getur kippt grundvellinum undan samkeppnishæfum lánum frá sjóðnum. Vextir Íbúðalánasjóðs yrðu þá hærri en vextir fasteignalána bankanna. Menn eins og Ögmundur hafa áhyggjur af þessu þar sem bankarnir bjóða ekki sömu kjör á landsbyggðinni og hér á höfuðborgarsvæðinu. Einnig gæti fólk með minni greiðslugetu þurft að taka dýrari lán hjá Íbúðalánasjóði en bjóðast hjá bönkum. Þetta skýrir hluta af upphrópunum síðastliðinnar viku. En ekki nema hluta. Það er ekki laust við að suma gruni að skoðanir Hjálmars Árnasonar, til dæmis, lýsi einnig áhyggjum af verðbólgunni í dag. Og þar sem 90 prósenta lán Íbúðalánasjóðs var kosningaloforð Framsóknarflokksins, gengur ekki fyrir Framsóknarmenn að líta á þau sem orsök vandans. Árni Magnússon félagsmálaráðherra viðurkennir þó í Fréttablaðinu í gær að kosningaloforðið um 90 prósent lán handa öllum hafi mögulega verið upphafið af hækkun fasteignaverðs. Hann segir þó að það hafi veirð ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála. Það var kannski engin, nema yfirmenn í bönkunum, sem sáu fyrir að bankarnir færu að bjóða fasteignalán. En það verður að hafa í huga að hagfræðingar vöruðu eindregið við því í aðdraganda kosninga að aukin lán til húsnæðiskaupa myndu valda þenslu. Þegar KBbanki fór, fyrstu banka að bjóða fasteignalán, svöruðu aðrir bankar og sparisjóðir þeirri samkeppni um viðskiptavini. Bankarnir hafa ekki sama lánshæfimat og Íbúðalánasjóður og því ekki augljóst að allir bankarnir hafi frá upphafi grætt mikið á þessum útlánum, KBbanki þó mest. Viðskiptavild er þeim væntanlega mikilvægari en greiddir vextir. Sparisjóðirnir bjóða til dæmis fasteignalán (í samvinnu við Íbúðalánasjóð), þrátt fyrir að þurfa að greiða með hverju láni. Ef KBbanki sá þennan markaðsmöguleika, og gat boðið upp á fasteignalán á lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður sem þó hefur betra lánshæfimat, af hverju var Íbúðalánasjóður þá ekki búinn að lækka vextina hjá sér? Því verður væntanlega einhvern tíman að svara, og þá sérstaklega hvort það hafi verið pólitísk ákvörðun að nota ekki þennan möguleika sem var á markaði til að lækka vextina. Átti að bíða eftir kerfisbreytingu, eða átti að nota vaxtastig Íbúðalánasjóðs til að sporna við verðbólgu? Þingmenn og félagsmálaráðherra hafa talað um ábyrgð bankanna í því að fasteignaverð hefur hækkað. Var það ábyrgðaleysi hjá bönkunum að bjóða upp á fasteignalán með lægri vöxtum en íbúðalánasjóður? Að bjóða svo upp á 90 prósent lán handa öllum, líkt og Íbúðalánasjóður sem bankarnir eru í samkeppni við? Var það ábyrgðaleysi að lækka svo aftur vexti, eftir að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti? Blaðamenn hafa verið of óduglegir að fá nánari útlistingu á því hvar ábyrgð bankanna liggur að mati þessara þingmanna og félagsmálaráðherra og hvað bankarnir hafa átt að gera betur. Hvað varðar þá hugmynd að hundruðir fasteignasala hafi einhvern hátt komið sér saman um að "kjafta upp verðið" þarf ekki annað en skoða hvernig markaðurinn er. Fyrir um tveimur árum þótti það eðlilegt að kaupendur undirbuðu uppgefið verð. Uppgefið verð fasteignasala var nokkurs konar efri mörk. Mun oftar heyrist um yfirboðin í dag. Ef fólk er að bjóða í og kaupa íbúðir á verði sem er langt umfram þeirra greiðslugetu, er það varla fasteignasölunum að kenna. Á sama tíma virðist leigumarkaðurinn standa í stað, eða fara lækkandi, þannig að ekki er hægt að segja að fólk hafi ekki val. Áður en öskrað er Úlfur, Úlfur! og bent er á banka og fasteignasala sem holdgervinga hins illa á fasteignamarkaði í dag (og rætur verðbólgunnar), ætti að skoða alvarlega hvort þessi verðkippur sé að einhverju leiti því að kenna að takmarkaðir lánamöguleikar hafi haldið fasteignaverði niðri. Ef svo er, er það ekki sjálfgefið að fasteignaverðið í dag sé einhver bóla sem muni svo springa. Ekki nema lánamarkaðurinn takmarkist aftur.Svanborg Sigmarsdóttirsvanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku ásökuðu tveir þingmenn, þeir Ögmundur Jónasson og Hjálmar Árnason, bankana um að reyna að ganga af Íbúðalánasjóði dauðum. Bankarnir eru nú komnir í samkeppni við Íbúðalánasjóð um fasteignalán og hafa stóraukið hlutdeild sína undanfarið hálft ár. Vegna þessa kom til gríðarlegra uppgreiðslna á lánum Íbúðalánasjóðs. Þar sem sjóðurinn sjálfur tók lán fyrir þessum lánum sem hann svo endurlánaði til almennings, og greiðir þau lán ekki fyrr en eftir einhverja áratugi hafa sumir áhyggjur yfir því að Íbúðalánasjóður gæti í framtíðinni átt í greiðsluerfiðleikum sem getur kippt grundvellinum undan samkeppnishæfum lánum frá sjóðnum. Vextir Íbúðalánasjóðs yrðu þá hærri en vextir fasteignalána bankanna. Menn eins og Ögmundur hafa áhyggjur af þessu þar sem bankarnir bjóða ekki sömu kjör á landsbyggðinni og hér á höfuðborgarsvæðinu. Einnig gæti fólk með minni greiðslugetu þurft að taka dýrari lán hjá Íbúðalánasjóði en bjóðast hjá bönkum. Þetta skýrir hluta af upphrópunum síðastliðinnar viku. En ekki nema hluta. Það er ekki laust við að suma gruni að skoðanir Hjálmars Árnasonar, til dæmis, lýsi einnig áhyggjum af verðbólgunni í dag. Og þar sem 90 prósenta lán Íbúðalánasjóðs var kosningaloforð Framsóknarflokksins, gengur ekki fyrir Framsóknarmenn að líta á þau sem orsök vandans. Árni Magnússon félagsmálaráðherra viðurkennir þó í Fréttablaðinu í gær að kosningaloforðið um 90 prósent lán handa öllum hafi mögulega verið upphafið af hækkun fasteignaverðs. Hann segir þó að það hafi veirð ómögulegt að sjá fyrir þróun þessara mála. Það var kannski engin, nema yfirmenn í bönkunum, sem sáu fyrir að bankarnir færu að bjóða fasteignalán. En það verður að hafa í huga að hagfræðingar vöruðu eindregið við því í aðdraganda kosninga að aukin lán til húsnæðiskaupa myndu valda þenslu. Þegar KBbanki fór, fyrstu banka að bjóða fasteignalán, svöruðu aðrir bankar og sparisjóðir þeirri samkeppni um viðskiptavini. Bankarnir hafa ekki sama lánshæfimat og Íbúðalánasjóður og því ekki augljóst að allir bankarnir hafi frá upphafi grætt mikið á þessum útlánum, KBbanki þó mest. Viðskiptavild er þeim væntanlega mikilvægari en greiddir vextir. Sparisjóðirnir bjóða til dæmis fasteignalán (í samvinnu við Íbúðalánasjóð), þrátt fyrir að þurfa að greiða með hverju láni. Ef KBbanki sá þennan markaðsmöguleika, og gat boðið upp á fasteignalán á lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður sem þó hefur betra lánshæfimat, af hverju var Íbúðalánasjóður þá ekki búinn að lækka vextina hjá sér? Því verður væntanlega einhvern tíman að svara, og þá sérstaklega hvort það hafi verið pólitísk ákvörðun að nota ekki þennan möguleika sem var á markaði til að lækka vextina. Átti að bíða eftir kerfisbreytingu, eða átti að nota vaxtastig Íbúðalánasjóðs til að sporna við verðbólgu? Þingmenn og félagsmálaráðherra hafa talað um ábyrgð bankanna í því að fasteignaverð hefur hækkað. Var það ábyrgðaleysi hjá bönkunum að bjóða upp á fasteignalán með lægri vöxtum en íbúðalánasjóður? Að bjóða svo upp á 90 prósent lán handa öllum, líkt og Íbúðalánasjóður sem bankarnir eru í samkeppni við? Var það ábyrgðaleysi að lækka svo aftur vexti, eftir að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti? Blaðamenn hafa verið of óduglegir að fá nánari útlistingu á því hvar ábyrgð bankanna liggur að mati þessara þingmanna og félagsmálaráðherra og hvað bankarnir hafa átt að gera betur. Hvað varðar þá hugmynd að hundruðir fasteignasala hafi einhvern hátt komið sér saman um að "kjafta upp verðið" þarf ekki annað en skoða hvernig markaðurinn er. Fyrir um tveimur árum þótti það eðlilegt að kaupendur undirbuðu uppgefið verð. Uppgefið verð fasteignasala var nokkurs konar efri mörk. Mun oftar heyrist um yfirboðin í dag. Ef fólk er að bjóða í og kaupa íbúðir á verði sem er langt umfram þeirra greiðslugetu, er það varla fasteignasölunum að kenna. Á sama tíma virðist leigumarkaðurinn standa í stað, eða fara lækkandi, þannig að ekki er hægt að segja að fólk hafi ekki val. Áður en öskrað er Úlfur, Úlfur! og bent er á banka og fasteignasala sem holdgervinga hins illa á fasteignamarkaði í dag (og rætur verðbólgunnar), ætti að skoða alvarlega hvort þessi verðkippur sé að einhverju leiti því að kenna að takmarkaðir lánamöguleikar hafi haldið fasteignaverði niðri. Ef svo er, er það ekki sjálfgefið að fasteignaverðið í dag sé einhver bóla sem muni svo springa. Ekki nema lánamarkaðurinn takmarkist aftur.Svanborg Sigmarsdóttirsvanborg@frettabladid.is
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar