Erlent

Höfuðblæjur má banna

Hæstiréttur Danmerkur komst að þeirri niðurstöðu að stórmarkaðurin Føtex mátti banna íslömskum konum að bera höfuðblæju í vinnunni og reka 26 ára konu sem neitaði að taka blæjuna niður. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm undirréttar frá desember 2003. Þetta kemur fram í frétt Danmarks Radio. Niðurstaða Hæstaréttar er að bann gegn höfuðblæjum sé leyfilegt því samkvæmt starfsreglum stórmarkaðarins þurfi allir starfsmenn að klæðast einkennisbúningi. Føtex bauð konunni annað starf, sem hún afþakkaði. Því var henni sagt upp störfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×