Erlent

Aldrei fleiri pílagrímar

Fleiri pílagrímar sækja hajj, trúarhátíð múslima, heim í ár en nokkru sinni fyrr. Meira en tvær og hálf milljón pílagríma var komin til Sádi-Arabíu í gær á Eid al-Adha, hátíð fórnarinnar, sem er mikilvægasti helgidagur múslima. Pílagrímarnir eru hálfri milljón fleiri í ár en þeir hafa nokkru sinni verið áður og nær 800 þúsund fleiri en þeir voru 1995. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks troðist undir þegar mannfjöldinn og atgangurinn hefur orðið hvað mestur. Sérstakar ráðstafanir voru gerðar í gær þegar pílagrímarnir grýttu djöfulinn, hentu steinum í klett í hreinsunarathöfn. Fjöldi pílagríma Aðsókn í milljónum 2005 2,56 2004 2,02 2003 2,04 2002 1,90 2001 1,90 2000 1,83 1999 1,83 1998 1,83 1997 1,94 1996 1,86 1995 1,78 Heimild: AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×