Innlent

Heimsækja aðra skóla

Samstarf er milli grunnskólans á Kárahnjúkum og íslensks grunnskóla á Egilsstöðum. Skólarnir skiptast á heimsóknum og er jafnvel fyrirhugað að vinna saman að verkefnum. Í grunnskólanum á Kárahnjúkum eru níu börn á aldrinum 6-12 ára, sem öll nema eitt hafa verið hér á landi frá því í haust. Börnin fá einstaklingsbundna kennslu samkvæmt ítalska skólakerfinu, í ítölsku, ensku, sagnfræði, jarðfræði, stærðfræði og vísindum, tónlist, listum, íþróttum og kaþólskri trú. Í skólanum geta börnin verið fram til 13 ára aldurs en þurfa þá að fara annað. Börnin hafa flest búið víða um heim en kunna vel við sig á Kárahnjúkum, að sögn Francescu Francesconi, skólastýru og kennara, og hafa aðlagast vel. Þeim líkar vel að geta verið úti í snjónum og njóta þess að stunda íþróttir þar, ganga og gera æfingar, renna sér á sleða og leika sér. Kárahnjúkaskóli fór í skólaferðalag að Mývatni og Dettifossi í fyrra og í vor er fyrirhugað að heimsækja bóndabæ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×