Innlent

Draga þarf úr þjónustu hjá LSH

MYND/Haraldur J.
Samkvæmt rekstraráætlun Landspítalans fyrir árið 2005 verður enn dregið úr þjónustu spítalans, meðal annars með lengri sumarlokunum og minni þjónustu við sjúklinga um helgar. Lækka þarf rekstrarkostnað spítalans um tvö prósent miðað við afkomuna í fyrra. Stjórnarnefnd Landspítalans telur þó mikilvægt að fjölga úrræðum fyrir aldraða sem og búsetuúrræðum fyrir geðfatlaða. Er þá horft til stofnana eins og hjúkrunarheimila og segir nefndin að tryggja þurfi að hóparnir tveir hafi forgang að hjúkrunarrými í nágrenninu. Nefndin samþykkti rekstaráætlun Landspítalans fyrir sitt leyti á fundi sínum 13. janúar en taldi jafnframt brýnt að hún yrði kynnt stjórnvöldum og einnig áhrif hennar á þjónustu spítalans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×