Erlent

Sjíar ráðast inn í sendiráð

Yfir tvö þúsund sjíar fóru í mótmælagöngu í Bagdad í gær og brutu nokkrir þeirra sér leið inn í jórdanska sendiráðið. Jórdönsk yfirvöld hafa lýst yfir áhyggjum af uppgangi sjía í Írak og Jórdani er í haldi lögreglu í Írak grunaður um að hafa staðið á bak við sprengjutilræðið í Hillah á dögunum þar sem 125 létu lífið. Enn ríkir stjórnarkreppa í Írak. Kúrdar og sjíar hafa ákveðið að taka sér frest til 26. mars til að mynda ríkisstjórn. Kúrdar vilja halda peshmerga-hersveitum sínum og fá yfirráð yfir borginni Kirkuk en það vilja sjíar ekki leyfa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×