Sport

Jafnt hjá Frökkum og Svíum

Jafnt er í hálfleik hjá Frökkum og Svíum í vináttuleik þjóðanna á heimavelli hinna fyrrnefndu, Stade de France í París. Freddy Ljungberg kom Svíum yfir á 12. mínútu en David Trezeguet hélt upp á endurkomu sína í franska landsliðið með jöfnunarmarki á 36. mínútu. Þá eru Írar 1-0 yfir gegn Portúgal með marki Andy O´Brien en 20 mínútur eru eftir af þeim leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×