Sport

Snýr Tomba aftur?

Ítalska skíðagoðsögnin Alberto Tomba er þessa dagana að velta fyrir sér að snúa aftur í skíðabrekkurnar sem atvinnumaður. Tomba, sem síðast keppti fyrir tæpum sjö árum, sagði þetta í viðtali í tilefni af heimsmeistaramótinu sem fer þessa dagana fram í Bormio á Ítalíu. "Sérfræðingar segja að stíllinn minn myndi skila mér meðal fimm efstu manna eftir æfingar í 3-4 mánuði", sagði Tomba kokhraustur og bætti við að það hefði verið mun erfiðara að ná árangri þegar hann var uppi á sitt besta en í dag, tækninni hefði fleytt svo fram. "Nýja tæknin kom einu ári eftir að ég hætti", bætti Tomba við. Alberto Tomba er án efa einn magnaðasti skíðamaður sem uppi hefur verið en á gifturíkum ferli sínum vann hann meðal annars 48 heimsbikarmót, 5 Ólympíugull og varð tvisvar heimsmeistari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×