Sport

Robinho með tilboð frá Real Madrid

Brasilíska ungstirnið Robinho viðurkenndi í fyrsta skiptið í gær að hann hefði tilboð frá spænska stórliðinu Real Madrid í höndunum. "Þeir [Real Madrid] hafa gert formlegt tilboð og hafa átt fundi með forráðamönnum Santos", sagði Robinho við fréttamann blaðsins Folha de Sao Paulo fyrir leik Brassa og Hong Kong í gær. Talsmaður núverandi vinnuveitenda Robinho, Aldo Neto, neitar þó staðfastlega að Santos hafi átt í viðræðum við Real Madrid og telur að Robinho hafi farið fram úr sjálfum sér. Robinho skoraði eitt marka Brassa þegar þeir tóku Hong Kong í bakaríið, 7-1, í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×