Sport

Jafnt á Villa Park

Fjöldi landsleikja í knattspyrnu fer fram um heim allan í kvöld. Englendingar taka á móti Hollandingum á Villa Park í Birmingham og er staðan markalaus eftir fjörugan fyrri hálfleik. Heimamenn hafa verið sterkari og hefur Shaun Wright-Phillips meðal annarra farið illa með góð tækifæri. Þá hafa Þjóðverjar yfir gegn Argentínu í hálfleik, 2-1, á heimavelli. Thorsten Frings kom Þjóðverjum yfir á 28. mínútu en Hernan Crespo jafnaði metin fimm mínútum fyrir leikhlé. Bæði þessi mörk komu úr vítaspyrnum. Kevin Kuranyi kom síðan Þjóðverjum yfir með marki undir blálok fyrri hálfleiks,



Fleiri fréttir

Sjá meira


×