Sport

Tékkar burstuðu Slóvena

Tékkar fóru létt með Slóvena í vináttulandsleik þjóðanna sem fram fór á heimavelli hinna fyrrnefndu í dag, 3-0. Jan Koller, Tomas Jun og Jan Polak skoruðu mörk Tékka. Þá gerðu Rúmenar og Slóvakar 2-2 jafntefli í vináttuleik á Kýpur. Robert Vittek og Miroslav Karhan skoruðu mörk Slóvaka en Daniel Pancu og nafni hans Oprita fyrir Rúmena. Með marki sínu jafnaði Jan Koller tékkneskt met yfir flest mörk skoruð í landsleikjum, en kappinn hefur alls skorað 34 mörk á landsliðferli sínum. Metið átti Antonin Puc og hafði það staðið í heil 68 ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×