Sport

Gunnar hættir hjá ÍA

Gunnar Sigurðsson lét af starfi formanns rekstrarfélags ÍA á aðalfundi knattspyrnudeildar félagsins í gærkvöld. Gunnar hefur setið í stjórn knattspyrnudeildar og svo rekstrarfélagsins í meira og minna þrjá áratugi, en óvíst er hver tekur við af honum. Rekstrarfélag ÍA, sem rekur meistaraflokk og 2. flokk karla, velti 50 milljónum króna á síðasta ár en tæplega milljón króna tap var á rekstrinum. Barna- og unglingastarf á Akranesi kostaði 22 milljónir króna á síðasta ári og þá varð 1,5 milljóna króna hagnaður af rekstri kvennaknattspyrnunnar en Skagastúlkur tryggðu sér sæti Landsbankadeildinni í fyrra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×