Sport

Abramovich næsti forseti RFU?

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur verið orðaður sem næsti forseti rússneska knattspyrnusambandsins, RFU. Forráðamenn sambandsins telja hann geta styrkt stöðu rússneska boltans á erlendum vettvangi. Talsmaður Abramovich sagði að hann hefði ekkert á móti því að vera í framboði en tveir aðrir aðilar munu bjóða sig fram, Anzor Kavazashvili, fyrrum markvörður Sovétríkjanna og Vitaly Mutko, stjórmálamaður frá St. Pétursborg og náinn vinur Vladimir Putin, Rússlandsforseta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×