Sport

Sex í leikbann vegna gulra spjalda

Aganefnd KSÍ dæmdi í gær sex leikmenn úr Landsbankadeild karla í keppnisbann. Christian Christiansen, Fylki, hefur þegar tekið út sitt leikbann en Valur Fannar Gíslason og Viktor Bjarki Arnarson voru dæmdir í bann vegna fjögurra gulra spjalda. Kristján Hauksson, Fram, Reynir Leosson, ÍA, og Guðjón Árni Antoníusson, Keflavík, fengu einnig bann vegna fjögurra áminninga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×