Innlent

Mótmælendur slá upp tjaldi

Mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar og álvers við Reyðarfjörð hafa slegið upp upplýsingatjaldi við Tjörnina í Reykjavík. Til stendur að hafa tjaldið uppi í um tvær vikur að sögn Birgittu Jónsdóttur, talsmanns mótmælenda. Birgitta segir tvo lögreglubíla hafa fylgst með fólkinu meðan tjaldað var en lögregluþjóna ekki haft afskipti af fólkinu. Einungis einum mótmælendanna hefur verið birt bréf Útlendingastofnunar frá því fyrir helgi, en stofnunin hefur hótað að vísa 21 erlendum ríkisborgara sem mótmælt hefur Kárahnjúkavirkjun úr landi. Fólkið hefur sjö daga eftir birtingu bréfsins til þess að koma á framfæri andmælum vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×