Palestínumenn fagna á Gaza 12. september 2005 00:01 Mikil kæti ríkti meðal Palestínumanna sem streymdu í gær inn í yfirgefnar byggðir ísraelskra landtökumanna á Gazasvæðinu. Síðasti ísraelski hermaðurinn fór þaðan í fyrrinótt en þar með lauk 38 ára hernaðarlegum yfirráðum Ísraela á Gaza. Í Rafah, við landamærin að Ísrael, klifraði fjöldi manna í fagnaðarlátunum yfir landamæravegginn að Egyptalandi. Herskáir hópar Palestínumanna reistu fána að húni, skutu villt upp í loftið úr byssum sínum og kveiktu í yfirgefnum bænahúsum gyðinga. Í látunum varð ungur Palestínumaður fyrir skotum egypsks landamæravarðar og fjórir Palestínumenn drukknuðu undan Gazaströnd, að því er sjúkrahússtarfsmenn greindu frá. Hamsleysi fagnaðarlátanna sýndi greinilega að öryggissveitir palestínsku heimastjórnarinnar eru verkefni sínu illa vaxnar enn sem komið er. Að palestínsk yfirvöld sýni að þau séu fær um að halda uppi lögum og reglu á Gaza er af mörgum álitið prófsteinn á að þau séu fær um að axla ábyrgðina á að tryggja öryggi í sjálfstæðu Palestínuríki. Síðasti ísraelski skriðdrekinn skrölti út úr Gaza rétt fyrir sólarupprás. "Verkefninu er lokið," sagði yfirmaður ísraelska herliðsins á Gaza, Aviv Kochavi, en hann var sjálfur síðasti hermaðurinn sem yfirgaf svæðið. Mahmoud Abbas, leiðtogi palestínsku heimastjórnarinnar, tjáði þjóð sinni að enn væri "langur vegur" eftir að stofnun sjálfstæðs ríkis, en sagði að þessum degi skyldi fagna sem mikilvægum áfanga. Palestínumenn gera sér vonir um að stofna ríki sitt á Gaza, Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem - svæðunum sem Ísraelar hernámu í "sex daga stríðinu" árið 1967 - en þeir óttast að Ísraelar muni ekki láta meira land af hendi. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir ríkisstjórn sína enn vilja framfylgja "Vegvísinum til friðar" sem Bandaríkin og fleiri ríki stóðu að og miðar að stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis, en sagði hvers konar frekari tilslakanir af hálfu Ísraela vera undir því komnar hvernig Abbas gengur að hafa hemil á palestínskum öfgamönnum. Erlent Fréttir Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Mikil kæti ríkti meðal Palestínumanna sem streymdu í gær inn í yfirgefnar byggðir ísraelskra landtökumanna á Gazasvæðinu. Síðasti ísraelski hermaðurinn fór þaðan í fyrrinótt en þar með lauk 38 ára hernaðarlegum yfirráðum Ísraela á Gaza. Í Rafah, við landamærin að Ísrael, klifraði fjöldi manna í fagnaðarlátunum yfir landamæravegginn að Egyptalandi. Herskáir hópar Palestínumanna reistu fána að húni, skutu villt upp í loftið úr byssum sínum og kveiktu í yfirgefnum bænahúsum gyðinga. Í látunum varð ungur Palestínumaður fyrir skotum egypsks landamæravarðar og fjórir Palestínumenn drukknuðu undan Gazaströnd, að því er sjúkrahússtarfsmenn greindu frá. Hamsleysi fagnaðarlátanna sýndi greinilega að öryggissveitir palestínsku heimastjórnarinnar eru verkefni sínu illa vaxnar enn sem komið er. Að palestínsk yfirvöld sýni að þau séu fær um að halda uppi lögum og reglu á Gaza er af mörgum álitið prófsteinn á að þau séu fær um að axla ábyrgðina á að tryggja öryggi í sjálfstæðu Palestínuríki. Síðasti ísraelski skriðdrekinn skrölti út úr Gaza rétt fyrir sólarupprás. "Verkefninu er lokið," sagði yfirmaður ísraelska herliðsins á Gaza, Aviv Kochavi, en hann var sjálfur síðasti hermaðurinn sem yfirgaf svæðið. Mahmoud Abbas, leiðtogi palestínsku heimastjórnarinnar, tjáði þjóð sinni að enn væri "langur vegur" eftir að stofnun sjálfstæðs ríkis, en sagði að þessum degi skyldi fagna sem mikilvægum áfanga. Palestínumenn gera sér vonir um að stofna ríki sitt á Gaza, Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem - svæðunum sem Ísraelar hernámu í "sex daga stríðinu" árið 1967 - en þeir óttast að Ísraelar muni ekki láta meira land af hendi. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, segir ríkisstjórn sína enn vilja framfylgja "Vegvísinum til friðar" sem Bandaríkin og fleiri ríki stóðu að og miðar að stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis, en sagði hvers konar frekari tilslakanir af hálfu Ísraela vera undir því komnar hvernig Abbas gengur að hafa hemil á palestínskum öfgamönnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira