Erlent

Stjórnin fallin skv. útgönguspám

Nú rétt í þessu var verið að loka kjörstöðum í Noregi og samkvæmt útgönguspám virðist sem ríkisstjórn Kjells Magnes Bondeviks sé á leið út og að rauðgræna bandalagið svokallaða vinni sigur, en með litlum mun þó. Samkvæmt útgönguspá TV2 fá vinstriflokkarnir 86 sæti af 169 sætum og munurinn er enn minni í útgönguspá norska ríkisútvarpsins en þar fá vinstriflokkarnir samtals 85 sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×