50 lögreglumenn sárir í Belfast 12. september 2005 00:01 Óeirðir héldu áfram í Belfast í gærkvöldi og í morgun, þriðja daginn í röð. Tæpur áratugur er síðan annað eins ástand hefur skapast þar, en 50 lögreglumenn liggja sárir eftir átök helgarinnar. Það er auðvitað ljóst að ástæða þessara miklu átaka er mun djúpstæðari en sú að Óraníureglan hafi ekki fengið að ganga nákvæmlega þá leið sem hún vildi í árlegri marseringu sinni um borgina til að fagna sigri mótmælenda í orrustu fyrir 400 árum. Lögregla segir ekki fara milli mála að herskáir hópar öfgamanna hafi haft hönd í bagga við að skipuleggja aðgerðirnar og hafi aðeins beðið eftir tækifærinu til að hefja ofbeldisverkin og draga aðra með sér í þau. Fram að helgi hafi flestir Norður-Írar verið uppteknari af sigri knattspyrnulandsliðsins á því enska en því hvort Óraníumenn mættu þramma um einhverjar tilteknar götur eða ekki. Sprengjuverksmiðja fannst við húsleit í gær og sjö skotvopn. Hálfgert stríðsástand hefur ríkt í sumum hverfum Belfast þar sem mótmælendur hafa hrúgað upp bílflökum og búið til götuvirki, og ráðist á lögreglu með öllu því sem tiltækt er, heimagerðum sprengjum, flöskum fullum af bensíni, múrsteinum og hverju því sem hönd á festir. Átján lögreglumenn til viðbótar slösuðust í gær og í nótt og eru þeir því samtals orðnir 50 sem hafa særst yfir helgina. Óraníumenn hafa sagt að göngunefndin sem ákveður hvar megi ganga og hvar ekki dragi taum kaþólikka auk þess sem þeir eru ósáttir við hversu hratt Bretar hafa dregið lögreglu- og herlið sitt frá Norður-Írlandi í kjölfar samkomulags við Írska lýðveldisherinn um afvopnun hans. En fyrir utan þessar pólitísku ástæður þá kraumar óánægja meðal hópa mótmælenda með stöðu sína. Heilu hverfin eru í niðurníðslu, fátækt og menntunarleysi er almennt og þá verður kveikjuþráðurinn oft stuttur þegar heilu hópunum finnst samfélagið hafa brugðist sér. Stjórnvöld hafa gert sér grein fyrir því að þessu þarf að breyta en hafa lent í vítahring. Ef meira fé er lagt fram til að styðja fátæka, óánægða mótmælendur í verkamannastétt þá endar féð oftar en ekki í höndunum foringjum herskárra öfgahópa sem ýta undir enn frekari deilur. Erlent Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Óeirðir héldu áfram í Belfast í gærkvöldi og í morgun, þriðja daginn í röð. Tæpur áratugur er síðan annað eins ástand hefur skapast þar, en 50 lögreglumenn liggja sárir eftir átök helgarinnar. Það er auðvitað ljóst að ástæða þessara miklu átaka er mun djúpstæðari en sú að Óraníureglan hafi ekki fengið að ganga nákvæmlega þá leið sem hún vildi í árlegri marseringu sinni um borgina til að fagna sigri mótmælenda í orrustu fyrir 400 árum. Lögregla segir ekki fara milli mála að herskáir hópar öfgamanna hafi haft hönd í bagga við að skipuleggja aðgerðirnar og hafi aðeins beðið eftir tækifærinu til að hefja ofbeldisverkin og draga aðra með sér í þau. Fram að helgi hafi flestir Norður-Írar verið uppteknari af sigri knattspyrnulandsliðsins á því enska en því hvort Óraníumenn mættu þramma um einhverjar tilteknar götur eða ekki. Sprengjuverksmiðja fannst við húsleit í gær og sjö skotvopn. Hálfgert stríðsástand hefur ríkt í sumum hverfum Belfast þar sem mótmælendur hafa hrúgað upp bílflökum og búið til götuvirki, og ráðist á lögreglu með öllu því sem tiltækt er, heimagerðum sprengjum, flöskum fullum af bensíni, múrsteinum og hverju því sem hönd á festir. Átján lögreglumenn til viðbótar slösuðust í gær og í nótt og eru þeir því samtals orðnir 50 sem hafa særst yfir helgina. Óraníumenn hafa sagt að göngunefndin sem ákveður hvar megi ganga og hvar ekki dragi taum kaþólikka auk þess sem þeir eru ósáttir við hversu hratt Bretar hafa dregið lögreglu- og herlið sitt frá Norður-Írlandi í kjölfar samkomulags við Írska lýðveldisherinn um afvopnun hans. En fyrir utan þessar pólitísku ástæður þá kraumar óánægja meðal hópa mótmælenda með stöðu sína. Heilu hverfin eru í niðurníðslu, fátækt og menntunarleysi er almennt og þá verður kveikjuþráðurinn oft stuttur þegar heilu hópunum finnst samfélagið hafa brugðist sér. Stjórnvöld hafa gert sér grein fyrir því að þessu þarf að breyta en hafa lent í vítahring. Ef meira fé er lagt fram til að styðja fátæka, óánægða mótmælendur í verkamannastétt þá endar féð oftar en ekki í höndunum foringjum herskárra öfgahópa sem ýta undir enn frekari deilur.
Erlent Fréttir Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira