Vopnaleit á de Palace 3. febrúar 2005 00:01 Gestir skemmtistaðarins de Palace í Hafnarstræti í Reykjavík þurfa að gangast undir vopnaleit áður en þeim er hleypt inn á staðinn. "Ja, Reykjavík er bara orðin svona," segir Einar Marteinsson eigandi staðarins sem hann og kona hans, Thalithya, opnuðu fyrir tæpu ári. "Við leitum á öllum, bæði að vopnum og áfengi. Þetta er gert til að halda gestum eins öruggum og hægt er." Einar segir það gerast annað slagið að vopn finnist á fólki. "Það eru þá aðallega einhverjir smáhnífar og annað smotterí." Hann rifjar líka upp að í sumarbyrjun í fyrra hafi maður komist inn sem svo kom í ljós að bar á sér talsvert af vopnum. "Hann var með öxi, tvo eða þrjá hnífa, dúkahníf og nokkur skrúfjárn. Hann gerði nú ekkert af sér en við hringdum í lögregluna og létum fjarlægja hann," segir Einar og vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef æði rynni á þannig búinn mann. "Þetta vakti okkur til umhugsunar. Þegar fólk fer út að skemmta sér vill það ekki þurfa að spá í hvort maðurinn sem stendur við hlið þess geti hugsanlega verið vopnaður," segir hann og nefnir hryllinginn sem varð á skemmtistaðnum A Hansen í Hafnarfirði þar sem maður veittist að öðrum með öxi. Einar bendir á að vopnaleit tíðkist á öllum stórhljómleikum sem haldnir eru í Laugardalshöll og öðrum slíkum húsum. Þá sé þetta alsiða á klúbbum og danshúsum í útlöndum. "Þar ganga gestir meira að segja í gegnum málmleitarhlið en það er kannski aðeins of mikið af því góða hér." Auk vopnaleitarinnar skemmta gestir de Palace sér undir vökulum augum eftirlitsmyndavéla en slík tól eru víða á skemmtistöðum á Íslandi. Þeir sem sækja de Palace taka því jafnan vel að á þeim sé leitað, sérstaklega ef málin eru útskýrð. "Þá finnst fólki þetta bara gott og sniðugt." Karlar leita á körlum og konur á konum. Karlar hafa borið þá hnífa sem hafa fundist en að sögn Einars reyna konur oft að smygla inn áfengi, sem ennig er illa séð. Og hvorutveggja er gert upptækt. "Við erum ekki með fatahengi fyrir hnífa," segir Einar og finnst miður að þurfa að vakta gesti sína með þessum hætti. "Það er rosalega leiðinlegt að segja það en Reykjavík er orðin eins og lítil stórborg." Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Gestir skemmtistaðarins de Palace í Hafnarstræti í Reykjavík þurfa að gangast undir vopnaleit áður en þeim er hleypt inn á staðinn. "Ja, Reykjavík er bara orðin svona," segir Einar Marteinsson eigandi staðarins sem hann og kona hans, Thalithya, opnuðu fyrir tæpu ári. "Við leitum á öllum, bæði að vopnum og áfengi. Þetta er gert til að halda gestum eins öruggum og hægt er." Einar segir það gerast annað slagið að vopn finnist á fólki. "Það eru þá aðallega einhverjir smáhnífar og annað smotterí." Hann rifjar líka upp að í sumarbyrjun í fyrra hafi maður komist inn sem svo kom í ljós að bar á sér talsvert af vopnum. "Hann var með öxi, tvo eða þrjá hnífa, dúkahníf og nokkur skrúfjárn. Hann gerði nú ekkert af sér en við hringdum í lögregluna og létum fjarlægja hann," segir Einar og vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef æði rynni á þannig búinn mann. "Þetta vakti okkur til umhugsunar. Þegar fólk fer út að skemmta sér vill það ekki þurfa að spá í hvort maðurinn sem stendur við hlið þess geti hugsanlega verið vopnaður," segir hann og nefnir hryllinginn sem varð á skemmtistaðnum A Hansen í Hafnarfirði þar sem maður veittist að öðrum með öxi. Einar bendir á að vopnaleit tíðkist á öllum stórhljómleikum sem haldnir eru í Laugardalshöll og öðrum slíkum húsum. Þá sé þetta alsiða á klúbbum og danshúsum í útlöndum. "Þar ganga gestir meira að segja í gegnum málmleitarhlið en það er kannski aðeins of mikið af því góða hér." Auk vopnaleitarinnar skemmta gestir de Palace sér undir vökulum augum eftirlitsmyndavéla en slík tól eru víða á skemmtistöðum á Íslandi. Þeir sem sækja de Palace taka því jafnan vel að á þeim sé leitað, sérstaklega ef málin eru útskýrð. "Þá finnst fólki þetta bara gott og sniðugt." Karlar leita á körlum og konur á konum. Karlar hafa borið þá hnífa sem hafa fundist en að sögn Einars reyna konur oft að smygla inn áfengi, sem ennig er illa séð. Og hvorutveggja er gert upptækt. "Við erum ekki með fatahengi fyrir hnífa," segir Einar og finnst miður að þurfa að vakta gesti sína með þessum hætti. "Það er rosalega leiðinlegt að segja það en Reykjavík er orðin eins og lítil stórborg."
Fréttir Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira