GLAZER AÐ EIGNAST MAN UTD !!! 12. maí 2005 00:01 Ameríski auðnjöfurinn Malcolm Glazer og eigandi ameríska fótboltaliðsins Tampa Bay Buccaneers, eignaðist í dag meirihluta í Manchester United eftir að hafa keypt 28,7% hlut írsku auðnjöfranna, JP McManus og John Magnier. Glazer sem átti fyrir 28.1% í félaginu á því nú samtals 56.8% í félaginu eða ráðandi hlut. Þetta er mikið áfall fyrir stuðnigsmenn Man Utd sem hafa mótmælt yfirvofandi yfirtöku Glazer undanfarna mánuði en samtök gegn sölunni hafa hótað að sniðganga liðið og styrktaraðila félagsins yrði af sölunni. Glazer vantar þó ennþá tæp 20% hlut í félaginu til viðbótar því 75% hlut þarf til að ganga frá öllum lausum endum við yfirtöku. Fastlega er þó búist við því að Glazer takist ætlunarverk sitt. Glazer hafði tryggt sér stuðning bakhjarla sinna fyrir tilboðinu vildu ráðgjafar hans ekki bíða fram til 17. maí, en þá rennur út frestur sem Yfirtökunefnd breska verðbréfaþingsins setti Glazer til að gera tilboð í félagið. McManus og Magnier fá um 60 milljónir punda eða um sjö og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir hlut sinn í Man Utd en hlutabréf félagsins hækkuðu strax umtalsvert á breska verðbréfamarkaðnum í dag í kjölfar tíðindanna. Sérfræðingar enskra fjölmiðla hafa verið að rýna í hugsanlegar afleiðingar kaupanna í dag og telja almennt að kaupin séu slæm tíðindi fyrir stuðningsmenn Man Utd. Dr Bill Gerrard, sérfræðingur Skysports segir m.a. að Glazer sé enginn Roman Abramovich og hafi t.a.m. þurft að taka lán fyrir kaupunum. Talið er líklegt að kaupin muni m.a. leiða af sér hækkað miðaverð á heimaleiki Man Utd strax frá og með næsta tímabili og í ljósi þess að Glazer hefur eytt allri þessari fjárfúlgu í hlutinn muni það koma niður á fjárútlátum til leikmannakaupa í fyrstu. En sérfræðingurinn Gerrard bendir jafnframt á að Shareholders United, almenningshlutafélag Man Utd geti enn sett strik í reikninginn fyrir Glazer. "Um leið og almenningshlutafélagið eignast yfir 25% hlut í félaginu gæti það sett fætur í þröskuldinn fyrir Glazer en á móti gildir einnig að um leið og þú átt yfir 50% í félaginu er viðkomandi ávalt sá sem hefur lokaorðið og ræður framtíð félagsins." sagði Gerrard að lokum. Þess má geta að allt er á öðrum endanum í Manchester vegna málsins og er ljóst að salan á eftir að draga langan dilk á eftir sér. Fjölmargir stuðningsmenn hafa nú hópast saman fyrir utan Old Trafford, heimavöll félagsins til mótmælaaðgerða og láta þar í ljós gremju sína. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Ameríski auðnjöfurinn Malcolm Glazer og eigandi ameríska fótboltaliðsins Tampa Bay Buccaneers, eignaðist í dag meirihluta í Manchester United eftir að hafa keypt 28,7% hlut írsku auðnjöfranna, JP McManus og John Magnier. Glazer sem átti fyrir 28.1% í félaginu á því nú samtals 56.8% í félaginu eða ráðandi hlut. Þetta er mikið áfall fyrir stuðnigsmenn Man Utd sem hafa mótmælt yfirvofandi yfirtöku Glazer undanfarna mánuði en samtök gegn sölunni hafa hótað að sniðganga liðið og styrktaraðila félagsins yrði af sölunni. Glazer vantar þó ennþá tæp 20% hlut í félaginu til viðbótar því 75% hlut þarf til að ganga frá öllum lausum endum við yfirtöku. Fastlega er þó búist við því að Glazer takist ætlunarverk sitt. Glazer hafði tryggt sér stuðning bakhjarla sinna fyrir tilboðinu vildu ráðgjafar hans ekki bíða fram til 17. maí, en þá rennur út frestur sem Yfirtökunefnd breska verðbréfaþingsins setti Glazer til að gera tilboð í félagið. McManus og Magnier fá um 60 milljónir punda eða um sjö og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir hlut sinn í Man Utd en hlutabréf félagsins hækkuðu strax umtalsvert á breska verðbréfamarkaðnum í dag í kjölfar tíðindanna. Sérfræðingar enskra fjölmiðla hafa verið að rýna í hugsanlegar afleiðingar kaupanna í dag og telja almennt að kaupin séu slæm tíðindi fyrir stuðningsmenn Man Utd. Dr Bill Gerrard, sérfræðingur Skysports segir m.a. að Glazer sé enginn Roman Abramovich og hafi t.a.m. þurft að taka lán fyrir kaupunum. Talið er líklegt að kaupin muni m.a. leiða af sér hækkað miðaverð á heimaleiki Man Utd strax frá og með næsta tímabili og í ljósi þess að Glazer hefur eytt allri þessari fjárfúlgu í hlutinn muni það koma niður á fjárútlátum til leikmannakaupa í fyrstu. En sérfræðingurinn Gerrard bendir jafnframt á að Shareholders United, almenningshlutafélag Man Utd geti enn sett strik í reikninginn fyrir Glazer. "Um leið og almenningshlutafélagið eignast yfir 25% hlut í félaginu gæti það sett fætur í þröskuldinn fyrir Glazer en á móti gildir einnig að um leið og þú átt yfir 50% í félaginu er viðkomandi ávalt sá sem hefur lokaorðið og ræður framtíð félagsins." sagði Gerrard að lokum. Þess má geta að allt er á öðrum endanum í Manchester vegna málsins og er ljóst að salan á eftir að draga langan dilk á eftir sér. Fjölmargir stuðningsmenn hafa nú hópast saman fyrir utan Old Trafford, heimavöll félagsins til mótmælaaðgerða og láta þar í ljós gremju sína.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira