Erlent

Lögreglustjóri í gæsluvarðhald

Shanghai. Uppbyggingin í stórborgum Kína og góðærið þar hafa ekki náð til allra hluta landsins og víða eru bændur ósáttir.
Shanghai. Uppbyggingin í stórborgum Kína og góðærið þar hafa ekki náð til allra hluta landsins og víða eru bændur ósáttir.

Eftir að lögregla gekk á milli bols og höfuðs á mótmælendum í Dongzhou-héraði hafa kínversk stjórnvöld hneppt lögreglustjóra héraðsins í gæsluvarðhald. Ágreiningur er um hversu margir létust í mótmælunum í síðustu viku sem kviknuðu vegna byggingar orkuvers.

Yfirvöld segja þrjá hafa dáið en vitni segja allt að tuttugu látna. Áður höfðu stjórnvöld varið aðgerðir lögreglunnar og sagt múg vopnaðan hnífum, bareflum og dýnamíti hafa ráðist að orkuverinu og lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×