Viðskipti innlent

Ríkur, ríkari

Vladimir Lisin, næstríkasti maður Rússlands mun bæta hálfum milljarði dollara við auð sinn þegar stálframleiðslufyritæki hans Novolipetsk verður skráð á verðbréfamarkaði Lundúna.

Listin sem er lærður verkfræðingur efnaðist fyrst á sovéttímanum þegar hann nýtti sér glufu í sovéskum lögum sem gerði einkaaðilum kleift að flytja út gallaðan málm. Þessi glufa leiddi til fyrirtækis sem velti 25 milljónum dollara á ári. Í dag er auður Vladimirs Lisin metinn á tæpa 660 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×