Viðskipti innlent

Fær 15 milljarða að láni

Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hefur undirritað sambankalán að fjárhæð 200 milljónir evra og er lánið til þriggja ára. Miðað við gengi evrunnar í gær jafngildir upphæðin um 15 milljörðum íslenskra króna.

"Verulegur áhugi var fyrir þátttöku í láninu og var lánið í kjölfarið hækkað úr 100 milljónum evra í 200 milljónir evra," sagði í tilkynningu frá bankanum. BayernLB, Commerzbank og Lloyds TSB leiddu lánið en alls voru 15 aðrir evrópskir bankar þátttakendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×