Viðskipti innlent

Íslensk heimili rík

Einkaneysla eykst með bættri stöðu. Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu verði sá mesti í ár síðan á ofþensluárinu 1987.
Einkaneysla eykst með bættri stöðu. Útlit er fyrir að vöxtur einkaneyslu verði sá mesti í ár síðan á ofþensluárinu 1987.

Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að árið 2005 hafi verið gjöfult fyrir íslensk heimili. Kaupmáttur hafi farið vaxandi, atvinnuleysi minnkað, framboð af lausum störfum verið mikið, verð eigna hækkað, aðgangur að lánsfjármagni batnað og langtímavextir lækkað. Þar að auki hafi staðan verið góð í upphafi árs þegar meðal annars kaupmáttur og eignaverð var í sögulegu hámarki og atvinnuleysi hverfandi lítið.

Allt ýtir þetta undir neyslu heimilanna sem hefur vaxið hröðum skrefum á árinu. Útlit er nú fyrir að vöxtur einkaneyslu verði sá mesti í ár síðan á ofþensluárinu 1987. Þrátt fyrir að staðan sé góð eru hættur fram undan sem helst felast í líklegri lækkun krónunnar og hugsanlegri lækkun húsnæðisverðs á sama tíma. Að mati Íslandsbanka ber þó sterk staða heimilanna það með sér að þau ættu að geta staðið það af sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×