Viðskipti innlent

Óska upplýsinga

Björgólfur Thor Björgólfsson. Búlgörsk yfirvöld óska eftir upplýsingum um kaup Novators á Viva Ventures.
Björgólfur Thor Björgólfsson. Búlgörsk yfirvöld óska eftir upplýsingum um kaup Novators á Viva Ventures.

Samkeppnisyfirvöld, fjármála­eftirlit og einkavæðingarnefnd Búlgaríu hafa óskað eftir upplýsingum um fyrirhuguð kaup Novators, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, á eignarhaldsfélaginu Viva Ventures. Viva Ventures eignaðist 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu BTC við einkavæðingu þess í fyrra.

Novator hefur samið um kauprétt á hlutum breska Advent International í Viva Ventures. Við einkavæðingu BTC setti búlgarska ríkið ýmis skilyrði. Voru viðskiptin meðal annars háð samþykki fjármálaeftirlitsins, samkeppnisyfirvalda og einkavæðingarnefndar landsins. Samkvæmt upplýsingum Markaðarins kemur því óskin eftir upplýsingum ekki á óvart. Einfaldlega sé verið að kalla eftir þeim til þess að viðkomandi stofnanir geti yfirfarið málið og veitt sitt samþykki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×